Hlaðó

Hlaðó er síma hulstur með innbyggðum hleðslukubb til þess að einfalda fólki leiðir við að hlaða símann sinn.

Um vöruna:

Hlaðó er símahulstur með innbyggðum hleðslukubb sem er hannaður til þess að einfalda þér að hlaða símann þinn. Kubburinn er settur utan á hulstrið til þess að auka þægindi að ferðast með hulstrið. 

Hafið þið einhvern tímann verið úti og síminn ykkar er að verða batteríslaus, það er þegar Hlaðó kemur inn núna getið þið verið upp á fjöllum, eða bara úti í buska og verið að hlaða símann ykkar á sama tíma. 

Vöruna er hægt að nálgast í verslun Hlaðó og á heimasíðu okkar.

Varan kostar 9999kr.

Umhverfisstefna

Við í Hlaðó höfum umhverfið í fyrsta sæti og okkar markmið er að gera öll okkar hulstur endurnýjtanleg. Okkar hulstur er úr plasti sem heitir lífplast og er endurvinnanlegt og er því ekki mengandi. Lífplast (e. bioplastics) er samheiti yfir plasttegundir sem framleiddar eru úr lífmassa í stað jarðefnaeldsneytis. Við hugum einnig að kolefnisjöfnun þegar varan er flutt til annara landa. Viðskiptavinir okkar geta valið á milli óendurvinnanlegs hulsturs eða endurvinnanlegs hulsturs. Við stefnum á FAIRTRADE stimpilinn. Mannréttindi eru virt vegna þess að fólk sem býr til hleðslutækin eru á launum. 

Jafnréttisstefna

Hjá okkur þá fá allir jafn mikið borgað eins og það á að vera. 

Strákar eru 3 og stelpur 2 og því er kynjahlutfall sterfsfólks nokkuð jafnt. 

Allir eru velkomnir í Hlaðó. Það er rampur inn í búð fyrir fatlaða og við tölum ensku.


Um okkur

Ég heiti Þórður Kalman. Ég er 14 ára gamall og ég elska að spila fótbolta. Ég er frá Hvolsvelli. Ég er markaðsstjóri

Ég heiti Hildur Vala. Ég er 14 ára og mér finnst gaman að spila fótbolta. Ég er frá Hvolsvelli. Ég er auglýsingarstjóri.

Ég heiti Kjartan Gísli. Ég er 14 ára og finnst mótorcross skemmtilegt. Ég er frá Goðalandi í Fljótshlíð. Ég er grafískur hönnuður.

Ég heiti Pawel Broniszewski. Ég er 14 ára og mér finnst fótbolti skemmtilegur. Ég er frá Hvolsvelli. Ég er forstjóri.

Ég heiti Magnea Ósk. Ég er 14 ára og finnst gaman að vera í hestum. Ég er frá Akurey í Vestur-Landeyjum. Ég er gjaldkeri.

Hafðu samband

Kringlan
103 Reykjavík
8550292