Akurbaunir


Kaffi hefur fylgt okkur Íslendingum í nokkur hundruð ár. Við höfum drukkið það í svo miklum mæli að margir eru orðnir háðir kaffinu. Það er í lagi að drekka kaffi, upp að vissu marki. En of mikil drykkja getur leitt til heilsuvandamála, sérstaklega vegna koffínsins í kaffinu. Þess vegna datt okkur í Akurbaunum í hug að framleiða eitthvað sem bragðast líkt og kaffi en það væri þó mun heilsusamlegra. Þannig varð “Baffi” til. Baffi er líkt og kaffi á bragðið, nema það er búið til úr byggi, í stað kaffibauna. Byggið hjálpar líkamanum mun meira en kaffibaunirnar gera og er alveg án koffíns. Sem dæmi þá örvar það magasafann, dregur úr uppþembu í kvið, lækkar blóðsykur og stuðlar að virkari þörmum. Það er líka mun umhverfisvænna en venjulegt kaffi, það eina við framleiðslu Baffis sem gæti gert umhverfinu nokkuð er þegar að er flutt á milli staða og jafnvel það er afar lítið. Baffi hjálpar þér að viðhalda heilbrigðum lífsstíl og er ánægjulegur valkostur við kaffi.  


Umhverfisstefna Akurbauna

Baffi inniheldur bara tvennt; Bygg og vatn. Það verður varla umhverfisvænna. En hvað erum við að gera til þess að stuðla að umhverfisvænna samfélagi? 

Framleiðsla og sala 

Allt bygg sem við notum er ræktað í sveitum Rangárvallarsýslu sem minnkar bæði kolefnisneyslu og gefur okkur tækifæri á að nota umhverfisvænni ræktunaraðferðir, það eru til dæmis engin eiturefni notuð við ræktun byggsins okkar. Upplýsingar um innihald verður hægt að finna á heimasíðu okkar og umbúðum vörunnar. Þegar við fáum byggið í hendurnar þá er það ristað í ofni, malað og sett í umbúðir úr endurunnum pappa. Þetta ferli er unnið af annaðhvort stjórnendum fyrirtækisins eða launuðu starfsfólki, við líðum ekki þrælkun af neinu tagi í framleiðslu okkar. Þetta ferli er líka 99% umhverfisvænt, það eina sem gæti skaðað umhverfið við framleiðsluna er þegar byggið er flutt úr sveit yfir í höfuðstöðvar okkar á Hvolsvelli með bíl. Þessi vegalengd er samt afar stutt og kolefnissporið fölnar í samanburði við bygg innflutt frá útlöndum. Það er samt alltaf hægt að gera betur og í framtíðinni þegar fyrirtækið stækkar munum við huga að því að fá rafmagnsbíla fyrir flutninginn. Hvað varðar sölu þá erum við með netverslun og Baffið sem er keypt þar er allt sent með pósti, sem er umhverfisvænasta leiðin sem við höfum einmitt núna til sendingar. Ef við stækkum nógu mikið þá yrði það markmið okkar að flytja sendingar úr netversluninni með rafmagnsfarartækjum, en við höfum líka hugað að samningarviðræðum við Krónuna til þess að geta fengið Baffi í verslanir um allt land. 

Endurvinnsla eftir sölu 

Þar sem Baffi er bara ristað bygg þá fara allir afgangar í annaðhvort lífrænt rusl eða moltu og munu brotna alveg niður og breytast í mold. Við stefnum líka á að semja við Sorpu um að fá pappa til þess að gera pakkningar okkar 100% endurunnnar. Þegar pakkningarnar eru tómar er hægt að endurvinna þær þannig að þær lendi hjá Sorpu og eftir það eru þær nýttar aftur í nýja kaffipoka sem stuðlar að hringlaga hagkerfi og bjartari framtíð fyrir jörðina. 


Gæðastimplar sem við viljum sækja um: 


Við viljum komast yfir eins mikið af gæðastimplum og við getum. Við trúum því að varan okkar sé ein af umhverfisvænustu vörunum á markaðnum og viljum að það liggi ljóst fyrir viðskiptavinum okkar. Íslenskt baffi er mjög mikilvægt skref fyrir umhverfi framtíðarinnar og við vonum að við getum haldið góðu orðspori sem slíkt. En hvaða kröfur gerum við til okkar til þess að eiga þessi merki skilið?

Fairtrade

Fairtrade merkið leggur mikla áherslu á jöfn viðskipti og jafnrétti vinnufólks. Allt bygg sem við fáum í hendurnar er ræktað og unnið í sveitum Rangárvallarsýslu af sjálfstæðum bændum sem við erum í afar nánu sambandi við. Þannig getum við tryggt að siðferði sé gætt við kaup á hráefnum, að öll viðskipti séu sanngjörn og þannig getum við tryggt okkur Fairtrade merkið.

Evrópublómið

Evrópublómið leggur mikla áherslu á að vörur stuðli að hringlaga hagkerfi. Þegar Baffið er búið er hægt að henda öllum afgangs mulningi í lífrænt rusl eða moltu og farga því þannig að það verður aftur að mold, rétt eins og það byrjaði sjálft. Leiðbeiningar um hvernig á að farga afgangs Baffi myndu vera aftan á umbúðum Baffisins. Umbúðirnar verða líka úr endurunum pappa sem við fáum frá Sorpu, svo allt sem við seljum er hægt að farga þannig að það far í hringrás. Þannig stuðla Akurbaunir að hringlaga hagkerfi og þannig ætlum við að ná Evrópublóminu.

Regnskógarfroskurinn

Regnskógarfroskurinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni vörunnar. Með hringrásini sem hefur verið lýst hér fyrir ofan hefur varan okkar náð afar mikilli sjálfbærni, hvort sem talað er um uppruna byggsins, framleiðslu eða endurvinnslu eftir sölu. Byggið er fengið frá sjálfstæðum bóndum, pakkað inn í endurunnar umbúðir og síðan fargað þannig það fari aftur hringinn. Þannig ætlum við að ná Regnskógarfroskinum.

Svansmerkið

Svanurinn leggur mikla áherslu á efnainnihald og notkun eiturefna í framleiðslu og sölu vörunnar. Með sérstökum samningi sem við höfum með byggveitanda okkar eru engin eiturefni notuð við ræktun þess, en það sem hefði verið notað á byggið án sérstaks samnings væri áburður. Það eru einu eiturefnin sem gætu nokkurn tíman komið í návægi við vöruna okkar og þannig getum við náð Svansmerkinu.

Green seal

Green seal leggur áherslu á marga mismunandi hluti en nokkrir af þeim eru heilsa, sjálfbærni og góð frammistaða vöru. Hér fyrir ofan er útskýrt allt um sjálfbærni Akurbauna en hverjar eru heilsubætur Baffis? Byggið hjálpar líkamanum mun meira en kaffibaunir gera og er alveg án koffíns. Sem dæmi þá örvar það magasafann, dregur úr uppþembu í kvið, lækkar blóðsykur og stuðlar að virkari þörmum. Þannig stuðlum við að betri lýðheilsu og þannig ætlum við að fá Green seal merkið.


Jafnréttisstefna Akurbauna

Sala á Baffi býður ekki upp á mikla mismunun, en hvað erum við að gera innan fyrirtækisins til þess að stuðla að meira jafnrétti í heiminum? 

Kynjahlutfall og erlendir starfsmenn 

Þótt að kynjahlutfall stofnenda fyrirtækisins sé ekki það besta þá munum við með stækkun fyrirtækisins reyna  að jafna út kynjahlutfall í fyrirtækinu, bæði við framleiðslu og markaðsetningu. Einnig bjóðum við starfsfólk af öllum kynþáttum og bakgrunnum velkomna.  

Launaskipting og nám 

Við bjóðum öllu starfsfólki okkar jöfn laun og starfsmenn sem stefna á áframhaldandi nám sem styrkir stöðu þeirra innan fyrirtækisins fá tækifæri til þess, jafnt konur sem karlar og önnur kyn. 

Aðgengi fatlaða og erlenda viðskiptavina 

Varan nýtist öllum þjóðfélagshópum. Aðgengi fyrir fatlaða er til staðar og einnig fyrir sjónskerta, þar sem umbúðirnar eru merktar í stóru letri. Viðskiptavinir myndu geta aflað sér upplýsingar um vöruna á ensku á bakhlið umbúðanna. Á framhlið umbúða verður skrifað nafn vörunnar “Baffi” og fyrir neðan það, í aðeins minna letri, stendur “Barley Coffee”, fyrir enskumælandi.  


Um okkur

Birna Mjöll 

Ég heiti Birna Mjöll og ég er yfirmaður markaðsetningar í Akurbaunum aðeins 16 ára að aldri. Heimspeki, ljóðlist og slagsmál eru mín helstu áhugamál en oftast eyði ég tímanum mínum í tölvuleiki og teiknimyndir. Ég fæddist í Reykjavík en flutti til Hvolsvallar þegar ég var 5 ára. Einu sinni fyrir langa löngu sýndi Guðný mér hugmyndina sína að Baffi og þar kviknaði áhugi minn á þessu verkefni.  

Guðný Ósk 

Ég heiti Guðný Ósk Atladóttir, ég er 15 ára og bý á Hvolsvelli. Áhugamálin mín eru að lesa, skrifa og spila á píanó. Áhugi minn á að koma þessari vöru í framkvæmd kom vegna þess að auðvelt er að nálgast efni í hana hér á Íslandi, þannig að framleiðsla er auðveld, og Baffi er bæði hollt og umhverfisvænt. Ég er ein af stofnendum fyrirtækisins en fyrir utan það þá skaffa ég byggi í vöruna. 

Arsenij 

Ég heiti Arsenij Kaganskij, ég er 15 ára og bý á sveitabæ nálægt Hvolsvelli. Áhugamálin mín eru að spila á gítar, spila tölvuleiki og tónlist. Ástæðan af hverju ég vill framleiða þessa vöru er af því að ég elska kaffi, en það er mjög erfitt fyrir mig að sofna eftir að ég drekk það, en með þessari vöru get ég drukkið kaffi hvenær sem er og það er heilsusamlegt. Ég er einn af stofnendunum og sé um tæknimál.  

Lilja 

Hæ ég heiti Lilja Sigríður Einarsdóttir og ég er forstjóri fyrirtækisins. Ég er 15 ára og bý á Hvolsvelli. Áhugamálinn mín eru að lesa, skrifa og að skrifa ljóð. Áhuginn minn fyrir þetta verkefni kom frá hve umhverfivæn við gætum verið, að hugsa og passa upp á plánetuna er eitthvað sem mér finnst skemmtilegt og þetta var frábært verkefni til að hjálpa bæði fólki og plánetunni. 

English translation

Coffee has accompanied us Icelanders for several hundred years. We have drunk it to such an extent that many people have become addicted to coffee. It’s okay to drink coffee, up to a point. But drinking too much can lead to health problems, especially because of the caffeine in coffee. That’s why we at Akurbaun came up with the idea of producing something that tastes like coffee, but it would be much healthier. That’s how „Baffi“ was born. Baffi tastes like coffee, except it is made from barley, instead of coffee beans. Barley helps the body much more than coffee beans and is completely caffeine-free. For example, it stimulates gastric juice, reduces abdominal bloating, lowers blood sugar and promotes more active bowels. It is also much more environmentally friendly than regular coffee, the only thing about the production of Baffis that could do anything to the environment is when it is transported from place to place, and even that is very little. Baffi helps you maintain a healthy lifestyle and is a satisfying alternative to coffee.

Environmental Policy of Akurbaunir

Baffi contains only two things; Barley and water. It can hardly get any more environmentally friendly. But what are we doing to promote a more environmentally friendly society? 

Production and sales 

All the barley we use is grown in the countryside of Rangárvallar county, which reduces both carbon consumption and gives us the opportunity to use more environmentally friendly farming methods, for example, no toxic substances are used in the cultivation of our barley. Information about the contents can be found on our website and on the product’s packaging. When we receive the barley, it is roasted in an oven, ground and packaged in recycled cardboard. This process is done by either company management or paid staff, we do not slavery Condone any slavery of any kind and our company does not partake in any kind of slavery.

This process is also 99% environmentally friendly, the only thing that could harm the environment during production is when the barley is transported from the farms to our headquarters in Hvolsvell by car. This distance is still very short and the carbon footprint pales in comparison to barley imported from abroad. It is still possible to do better, and in the future when the company expands, we will consider getting electric cars for the transport. In terms of sales, we have an online store and the Baffi that is bought there is all sent by post, which is the most environmentally friendly way we currently have for shipping. If we grow enough, our goal would be to transport shipments from the online store with electric vehicles, but we have also considered contract negotiations with Krónan in order to be able to get Baffi to stores all over the country. 

Recycling after sales 

Since Baffi is just roasted barley, all leftovers go into either organic waste or compost and will completely break down and turn into soil. We also aim to negotiate with Sorpa to get cardboard in order to make our packaging 100% recycled. When the packages are empty, they can be recycled so that they end up at Sorpa and after that they are used again in new coffee bags, which contributes to a circular economy and a brighter future for the planet. 

Quality stamps we want to apply for: 

We want to cover as many quality stamps as we can. We believe that our product is one of the most environmentally friendly products on the market and want to make that clear to our customers. Icelandic baffi is a very important step for the environment of the future and we hope that we can maintain a good reputation as such.

Fairtrade

The Fairtrade label places great emphasis on equal trade and equality of workers. All the barley we get is grown and processed in the countryside of Rangárvallar county by independent farmers with whom we have a very close relationship. In this way, we can ensure that ethics are observed when purchasing raw materials, that all transactions are fair, and thus we can secure the Fairtrade label.

EU Ecolabel

The EU Ecolabel places great emphasis on products contributing to a circular economy. When Baffi is finished, you can throw any leftover crumbs into organic trash or compost and dispose of them so that they turn back into mulch, just as it started. Instructions on how to dispose of leftover Baffi would be on the back of the Baffi packaging. The packaging will also be made from recycled cardboard that we get from Sorpa, so everything we sell can be thrown away so it goes into circulation. This is how Akurbaunir contributes to a circular economy and this is how we intend to achieve the EU Ecolabel.

Rainforest alliance

The Rainforest Alliance places great emphasis on product sustainability. Through the cycle that has been described above, our product has achieved a very high level of sustainability, whether it is the origin of the barley, production or post-sale recycling. The barley is sourced from independent farmers, packaged in recycled packaging and then disposed of in a circular manner. That’s how we’re going to catch the Rainforest Alliance label.

nordic swan

The Nordic Swan places great emphasis on chemical content and the use of toxins in the production and sale of the product. Due to the special contract we have with our barley supplier, no toxins are used in its cultivation, but what would have been used on the barley without a special contract would be fertilizer. Those are the only toxins that could ever come into contact with our product, and that’s how we can achieve the Nordic Swan label.

Green seal

Green Seal emphasizes on many different things, including health and sustainability. In the sections above we have discussed a lot about our sustainability but how is Baffi any healthier than normal coffee? The barley in Baffi can help your body way more than any normal coffee bean could ever do and without any caffeine too. For example it can aid your digestion, reduce bloating, strengthen your immune system and it’s also loaded with vitamins B and E. That is how we are trying to promote public health and that is how we are going to achieve the Green Seal.


Equality policy of Akurbaunir

Selling Baffi does not offer much discrimination, but what are we doing within the company to promote more equality in the world?

Gender ratio and foreign workers

Although the gender ratio of the founders of the company is not the best, with the expansion of the company we will try to equalize the gender ratio in the company, both in production and marketing. We also welcome staff of all races and backgrounds.

Salary distribution and learning

We offer all our employees equal pay, and employees who aim for continuing education that strengthens their position within the company have the opportunity to do so, both women and men and other genders.

Accessibility for disabled and foreign customers

The product is useful for all social groups. Accessibility for the disabled is available and also for the visually impaired, as the packaging is marked in large print. Customers would be able to obtain information about the product in English on the back of the packaging. On the front of the package will be written the name of the product „Baffi“ and below it, in a slightly smaller font, „Barley Coffee“, for English speakers.


About us

Birna Mjöll 

My name is Birna Mjöll and I am the head of marketing in Akurbaunir at only 16 years old. Philosophy, poetry and fighting are my main interests, but most of my time is spent on video games and cartoons. I was born in Reykjavík but moved to Hvolsvöllur when I was 5 years old. Once upon a time Guðný showed me her idea for Baffi and that’s when my interest in this project was sparked.

Guðný Ósk 

My name is Guðný Ósk Atladóttir, I am 15 years old and I live in Hvolsvöllur. My hobbies are reading, writing and playing the piano. My interest in implementing this product came from the fact that it’s easy to get materials for it here in Iceland and due to that it’s easy to produce the product while Baffi (the product) is both healthy and environmentally friendly. I am one of the founders of the company, but apart from that, I provide barley for the product.

Arsenij 

My name is Arsenij Kaganskij, i am 15 years old and i live on a farm near Hvolsvollur. My hobbies are playing the guitar, computer games and music. The reason why i want to implement this product is that i love coffee but it is very difficult for me to sleep after i drink it but with this product i am able to drink coffee anytime plus it is healthy.   

Lilja 

Hi, my name is Lilja Sigríður Einarsdóttir and I am the CEO of the company. I am 15 years old and live in Hvolsvöllur. My hobbies are reading, writing and poetry. My interest for this project came from how environmentally friendly the product could be. Thinking and looking after the planet is something I enjoy and this was a great project to help both people and the planet.

hafðu samband við okkur/have contact with us

Akurbaunir@gmail.com

823 9567

Stóragerði 44

@Akurbaunir á Instagram