Velheppnaðir afmælistónleikar Barnakórs Hvolsskóla

Á föstudaginn fóru fram 25 ára afmælistónleikar Barnakórs Hvolsskóla í íþróttahúsinu. Fram komu auk, hins stóra og magnaða barnakórs, fyrrum meðlimir kórsins og aðrir gestir. Alls voru það ellefu fyrrum meðlimir sem fram komu og höfðu tveir þeirrar verið í hinum upphaflega stofnkór og útskrifuðust héðan vorið 2000 og vorið 2002. Það voru þau Sigþór Árnason og Freyja Daðadottir. Aðrir fyrrum meðlimir voru þau Birta Rós Hlíðdal Helgadóttir, Freyja Benónýsdóttir, Karítas Björg Tryggvadóttir, Katrín Diljá Vignisdóttir, Kristín Anna Jensdóttir, Oddur Helgi Ólafsson, Oddný Lilja Birgisdóttir, Sigurður Anton Pétursson og Sigurpáll Jónar Sigurðarson. Hljóðfæraleikarar voru þau Guri Hilstad Ólason, Jens Sigurðsson, Sveinn Pálsson og Stefán Þorleifsson. Kórstjóri er Ingibjörg Erlingsdóttir og hefur hún sinnt því starfi frá upphafi.

Leynigestir tónleikanna voru þau hjónin Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Arnar Jónsson. Hólmfríður Ósk er höfundur lags og texta lagsins Desember sem kórinn hefur sungið í allmörg ár og er eitt af uppáhaldslögum þeirra.

Tónleikarnir voru stórkostlegir á allan máta; hátíðlegir en um leið afslappaðir og áheyrilegir.

Við óskum öllu þessu flotta tónlistarfólki til hamingju með frábæra tónleika um leið og við þökkum öllum þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn til að láta þetta ganga upp. Síðast en ekki síst þökkum við ykkur öllum sem sáuð ykkur fært að mæta, fyrir komuna.

Tónleikarnir voru teknir upp, Arnar Gauti Markússon stóð vaktina með hljóð og mynd og er að klippa saman í myndband sem verður sýnt einhvern tímann nú á aðventunni.
Fleiri myndir eru á fésbókinni.