Gróðurhús á útisvæðið

Á föstudaginn mætti vaskur hópur starfsmanna áhaldahússins til okkar og færði gróðurhúsið sem okkur áskotanaðist um árið inn á útikennslureitinn. Til stendur að koma því í notkun á skólaárinu og í raun loka þannig hringnum ef svo má segja. Við erum með moltugerð og hænur á svæðinu og nú förum við í ræktun og nýtum til hennar bæði moltu og hænsnaskít. Spennandi verkefni framundan.