Skólasetning Hvolsskóla

Hvolsskóli verður settur fimmtudaginn 26. ágúst kl. 11. Enn á ný sníðum við starfið að þeim aðstæðum sem uppi eru í samfélaginu og þar erum við að verða öllu vön.

Nemendur í 1. -4. bekk mæta í sal skólans áður en þeir halda í stofur sína en nemendur í 5.-6. bekk fara beint í stofurnar og hitta kennara og stuðningsfulltrúa. Skólaakstur verður á skólasetninguna og biðjum við foreldra sem ekki ætla að nýta hann að hafa samband beint við viðkomandi bílstjóra.

Vegna takmarkana getum við ekki boðið foreldrum að koma með en ætlum þó að bjóða einu foreldri að fylgja hverju barni í 1. bekk.