Molta skólans

Undanfarin ár hefur Hvolsskóli tekið allar matarleyfar frá og gert moltu úr þeim. Nú hefur Ingvar haft yfirumsjón með þessu verki síðastliðin 3 ár og hefur mikið orðið til af moltu á þeim tíma. Moltan er tilbúin til notkunar og stendur norðan megin við skólann í nokkrum fiskikörum. Við bjóðum íbúum Rangárþings eystra þó seint sé, að sækja sér moltu að vild úr kössunum en biðjum þá jafnframt að ganga snyrtilega um og binda lokin aftur niður á kassana. Moltan er misgömul, sú elsta nyrst og austast.