Upplestrarkeppnin í 7. bekk

Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina fór fram í 7. bekk miðvikudaginn 17. mars síðastliðinn. Nemendur lásu hver um sig brot úr bók Ævars Þórs Benedikssonar, Mín eigin þjóðsaga í fyrri umferð en ljóð að eigin vali í þeirri seinni og stóðu allir sig með stakri prýði. Þjálfarar hafa verið Anna Kristín Guðjónsdóttir ásamt umsjónarkennurum bekkjarins, þeim Siggerði Ólöfu og Elsu. Dómarar að þessu sinni voru Elísa Elíasdóttir, Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir og Högni Þór Þorsteinsson. Valið var erfitt en sigur úr býtum báru þau Björk Friðriksdóttir og Þórður Kalman Friðriksson en varamenn þeirra eru Fannar Óli Ólafsson og Eik Elvarsdóttir. Við óskum þeim og öllum keppendum til hamingju með árangurinn. Sigurvegarar munu síðan keppa fyrir hönd skólans í Stóru upplestrarkeppninni á okkar svæði en hún fer fram á Kirjubæjarklaustri þann 27. apríl næstkomandi.