Harry Potter þema

Í morgun hófst þemaverkefni á elsta stigi sem lýkur þann 16. febrúar næstkomandi. Þemað að þessu sinni er Harry Potter og er Hvolsskóli nú ígildi Hogwarts skóla. Verkefninu var rennt af stað í morgun við hátíðlega athöfn – flokkunarathöfnina – en þá setur hver nemandi upp Flokkunarhattinn sem segir á hvaða heimavist hver nemandi fer. Að sjálfsögðu skiptust nemendur á vistirnar: Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Hver heimavist mun nú í framhaldinu vinna sín verkefni í sameiningu. Matseðill fyrir vikuna hefur verið uppfærður með hliðsjón af þemanu.

Það eru spennandi tímar framundan þar sem vistirnar munu keppa sín á milli og mun þann 16. febrúar koma í ljós hvaða heimavist verður hlutskörpust og hlýtur heimavistarbikarinn.