„…þegar hæsta hjalla er náð.“

Áttunda árið í röð gengu nemendur og starfsmenn Hvolsskóla á fjöll í héraði. Að þessu sinni var gengið á Stóru-Dímon, Vatnsdalsfjall, Þórólfsfell og Þríhyrning. Göngurnar gengu vel og gaman að sjá hvað krakkarnir eru duglegir við þetta sport. Við fengum blíðuveður í morgun en dagurinn varð blautari þegar á leið – enginn er þó verri þó hann vökni og allt fór vel. Það er mikill persónulegur sigur að komast á toppinn eða „toppa sig“, þá á ég við að fara allavega lengra en maður átti von á að maður væri fær um. Það eru því vonandi sigurreifir nemendur en þreyttir sem koma heim til sín eftir daginn.

Meðfylgjandi mynd er af hópnum sem fór á Þórólfsfell í dag.