Hefðbundið skólahald hafið að nýju

Í gær var aflétt ákveðnum takmörkunum og við gátum hafið hefðbundið skólastarf að nýja. Það voru kátir nemendur sem birtust hér í gær, örlítið þreyttir í morgunsárið en brosandi út að eyrum og sáttir við lífið. Starfsfólk var sömuleiðis ánægt með að geta komið til vinnu að nýju og hitt samstarfsfólk þó virða verði 2ja metra regluna. Þessar síðustu vikur hafa gengið ótrúlega vel og er það að þakka samstilltu átaki allra aðila sem að málum koma. Án efa mun þessi tími breyta kennsluháttum og skólastarfi til frambúðar að einhverju leyti. Þessi tími hefur allavega sýnt það og sannað að í sameiningu getum við lyft grettistaki.
Slagurinn er ekki unninn en áfram höldum við veginn, gerum okkar besta og pössum okkur og aðra.