Stillingar: Breyta litaţema

Skólinn


Hvolsskóli er staðsettur á Hvolsvelli og er eini grunnskólinn í Rangárþingi eystra.

Skólahérað Hvolsskóla er í austanverðri Rangárvallasýslu og nær frá Jökulsá á Sólheimasandi í austri að Eystri-Rangá í vestri. Hvolsskóli er grunnskóli með nemendur á aldrinum 6 til 16 ára og starfar í 10 bekkjardeildum. Skólanum er skipt í þrjú námsstig þ.e. yngsta stig, 1. til 4. bekkur, miðstig, 5. til 7. bekkur, og elsta stig, 8. til 10. bekkur.

Í skólanum er 228 nemendur.

Skólaárið 2016-2017 verður unnið eftir þriggja anna kerfi. Haustönn er frá skólabyrjun til og með 11. nóvember. Miðönn hefst 14. nóvember og lýkur 15. febrúar. Vorönn hefst 19. febrúar og varir út skólaárið.

Námmatsdagar eru ekki tilteknir á skóladagatali þetta árið. Um símat er að ræða í flestum greinum en þar sem eru próf eru þau lögð fyrir í kennslustundum og því lítið rask á stundatöflum, nema helst í kringum samræmd próf að hausti og vori og vorprófanir 10. bekkinga.