Stillingar: Breyta litaţema

Hvađ er framundan

05.10.2018 Kennaraţing.
September - 2018
S M Ţ M F F L
26 27 28 29 30 31 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 1 2 3 4 5 6
<
>


Skóladagatal  2018-2019

Smelltu á hlekkinn til að opna:


Skóladagatal 2018-2019

Viđauki viđ skóladagatalSkólaskjól 2018-2019

Smelltu á hlekkinn til að opna:

Opnun í skólaskjóli 2018-2019Samfellustarf 2018-2019
Smelltu á hlekkinn til að opna:

Samfellubæklingur 2018-2019

Valblað í samfellu 2018-2019

Tímar í íþróttahúsi 2018-2019


Félagsmiðstöðin 2017-2018
Smelltu á hlekkinn til að opna:
Opnunartími Tvistsins 2017-2018.


6.10.2017

Í vikulok

Í vikulok...

Í gær fengum við til okkar kynjafræðing, Hönnu Björgu Vilhjálsdóttur en hún var með námskeið fyrir bæði nemendur á mið- og elsta stigi um kynjafræði og jafnrétti. Þetta námskeið er í boði nokkurra kvenfélaga í héraði en þau færðu skólanum peningagjöf sem var eyrnarmerkt þessu verkefni. Margar góðar pælingar komu fram í gær og skemmtilegar umræður. Unnið verður áfram í bekkjunum með þessar umræður. Meðfylgjandi mynd er frá vinnunni í gær.

Í gærkvöldi var einnig Haustball elstu bekkinga í Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu, haldið í Þykkvabæ. Að sjálfsögðu var mikið fjör en það var hljómsveitin Stuðlabandið sem lék fyrir dansi.

Í næstu viku stendur til að fara að Sólheimajökli að mæla hop jökulsins. Það er 7. bekkur sem sér um þær árlegu mælingar. Ekki er enn ljóst hvaða dagur verður fyrir valinu, en veður ræður þar mestu eins og venjulega.

Eins og fylgjendur okkar á fésbókinni hafa séð er verkefni í gangi sem kallast orðakista. Um er að ræða orðaforða verkefni sem unnið er í skólanum í samstarfi við Leikskólann Örk. Einn af lykilþáttum í lestrarnámi barna er orðaforði og því mikilvægt að auka hann sem mest. Vikulega birtist ný orðakista á fésbókinni svo allir geti tekið þátt. Endilega verið dugleg að nota orðin með börnunum.

Hafið það gott um helgina.