Skólasetning Hvolsskóla

Hvolsskóli verður settur í sal skólans mánudaginn 26. ágúst kl. 11:00.

Þeir sem þurfa að nýta skólaakstur þennan dag eru beðnir um að hafa samband beint við bílstjórana. Símanúmer þeirra eru á heimasíðu Hvolsskóla www.hvolsskoli.is  
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. ágúst.

Skólaskjól Hvolsskóla opnar mánudaginn 26. ágúst að lokinni skólasetningu. Skrá þarf börn í vistun þann dag sem og dagana fram að samfellustarfi, í síðastalagi fimmtudaginn 22. ágúst.

Fyrirkomulag á vali á elsta stigi verður kynnt foreldrum barna á því stigi á skólasetningardag kl. 12 í sal skólans.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Starfsmenn Hvolsskóla