Dúkkulísa – leiksýning

Í kvöld sýna nemendur í valinu Þjóðleikur sýninguna Dúkkulísa, eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur.

Verkið fjallar um unglinga í grunnskóla sem þurfa að takast á við krefjandi aðstæður.

Sýnt er í matsal Hvolsskóla og frítt inn – allir velkomnir.

Nemendur í leiklistarvali í Hvolsskóla taka nú í fyrsta skipti þátt í Þjóðleik sem er leiklistarhátíð ungs fólks sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni að frumkvæði Þjóðleikhússins.

Þekkt íslensk leikskáld eru fengin til að skrifa krefjandi og spennandi verk fyrir 13-20 ára leikara sem svo eru sett upp í hinum ýmsu byggðum landsins. Lokahátíðir eru haldnar að vori þar sem allar sýningar í hverjum landsfjórðungi koma saman á stórri leiklistarhátíð. Að þessu sinni er lokahátíðin á Suðurlandi haldin í Hveragerði í lok apríl.