Hvolsskóli sigraði Suðurlandsriðilinn í Skólahreysti

Lið Hvolsskóla sigraði á miðvikudaginn Suðurlandsriðilinn í Skólahreysti. Frábærlega gert hjá hópnum og þjálfurum þeirra. Liðið skipa þau Bjarni Már Björgvinsson, Þórdís Ósk Ólafsdóttir, Birta Sigurborg Gísladóttir og Óli Guðmar Óskarsson. Varamenn eru þau Ívan Breki Sigurðsson og Sunna Lind Sigurjónsdóttir. Þjálfarar eru þeir Helgi Jens Hlíðdal og Lárus Viðar Stefánsson. Innilega til hamingju með árangurinn öllsömul. Þetta var æsispennandi keppni. Fleiri myndir eru á fésbókinni okkar.
Liðið keppir því í lokakeppninni þann 8. maí næstkomandi og við fylgjumst spennt með.