Stærðfræðiþing

Nú er fyrirhugað að halda stærðfræðiþing að frumkvæði skólaráðs, fimmtudaginn 21. mars kl. 15:30-17:00. Að þessu þingi standa báðir skólarnir, Leikskólinn Örk og Hvolsskóli í samstarfi við Skólaþjónustu Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu. Þingið verður í sal Hvolsskóla og er fyrst og fremst verið að höfða til foreldra barna í leik- og grunnskólum sem og starfsmanna þeirra stofnana. Dagskráin verður eftirfarandi:

15:30 Setning – Edda G. Antonsdóttir forstöðumaður Skólaþjónustu Rangárvalla- og V.-Skaftafellssýslu

15:35 Stærðfræðinám á mið- og elsta stigi. Fyrirlesari er Guðbjörg Pálsdóttir dósent í stærðfræðimenntun við Háskóla Íslands.

16:05 Stærðfræðinám á yngsta stigi. Fyrirlesari er Kristín Arnardóttir sérkennari og höfundur bókarinnar: Tölur og stærðir í leik og starfi.

16:35 Kynningabásar og kaffi

  • Kennsluaðferðir og hugmyndir frá Leikskólanum Örk
  • Kennsluaðferðir og hugmyndir úr Hvolsskóla
  • Stærðfræði-„öpp“ í leik og starfi – Halldóra Guðlaug
  • MÍÓ – stærðfræðiskimun fyrir leikskólabörn

Við vonum að sem allra flestir sjái sér fært að mæta en þingið er opið öllum.