Röskun á skólaakstri 12. mars

Þar sem fyrirhugað er að hafa veginn lokaðan austur undir Fjöllin til kl. 11 í fyrramálið halda Fjallabílar kyrru fyrir á morgun og keyra ekki börn í skólann (Inga og Baldur).

Hvað aðra bíla varðar bíðum við til morguns með ákvarðanir. Lokunin gildir allavega fyrir Eyjafjöllin eins og málin standa núna en ekki ljóst hvort hún muni gilda fyrir Landeyjar og Fljótshlíð. 
Bið ykkur að fylgjast með hér í fyrramálið.