Öskudagur í Hvolsskóla

Hjalti Kiljan, Elías Páll og Þórdís Ósk

Síðastliðinn miðvikudag var skemmtun í skólanum í tilefni öskudags. Nemendur og starfsmenn mættu í grímubúningum í tilefni dagsins, dönsuðu og slógu köttinn úr tunnunni. Á meðfylgjandi mynd má sjá þá nemendur í búningum sínum sem verðlaun hlutu, einn af hverju stigi.

Að venju var þetta hin besta skemmtun og héldu krakkarnir að henni lokinni í fyrirtækin að syngja.