Árshátíð Yngsta stigs


Í gær fór fram í sal skólans árshátíð yngsta stigs. Þar stigu nemendur á stokk ýmist sungu eða lásu fyrir gesti en einnig hafði 4. bekkurinn samið og tekið upp myndbönd sem sýnd voru á árshátíðinni.

Það eru 90 börn á yngsta stigi í vetur og heilmikil áskorun fólgin í því að láta þau öll koma fram en það tókst og er það vel því það er heldur ekki einfalt mál, hvorki fyrir fullorðna né börn að koma fram á þennan hátt. Hins vegar er þetta börnunum gríðarlega mikilvæg þjálfun og leystu þau verkefnið vel af hendi.

Gaman var að sjá hve margt var um manninn hér í gær. Kæra þökk fyrir komuna.

Á þriðjudaginn er jólagleðin (litlu jólin) en það er jafnframt síðasti dagurinn fyrir jólafrí.

Hafið það gott um helgina.